fbpx
Sunnudagur 23.mars 2025
Sport

Ísland flýgur inn í milliriðil með fullt hús – Ótrúleg frammistaða Viktors Gísla

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 21:08

Magnaður í kvöld. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland flýgur með fullt hús inn í milliriðil eftir þægilegan og stórglæsilegan sigur á Slóvenum í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Það var búist við jöfnum og spennandi leik í Zagreb í kvöld en það sást fljótt í hvað stefndi, þá aðallega vegna stórkostlegar frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í marki Íslands og varnarinnar.

Ísland leiddi 14-8 í hálfleik og staðan ansi vænleg. Liðið hélt uppteknum hætti framan af í seinni hálfleik og náði mest 9 marka forskoti.

Slóvenar hjuggu aðeins á forskotið en lokatölur urðu 23-18.

Viggó Kristjánsson var atvkæðamestur Íslendinga í leiknum með 7 mörk. Viktor Gísli var með 17 varin skot og er jafnframt maður leiksins í boði Olís.

Úrslitin þýða að Ísland fer inn í milliriðil með 4 stig, líkt og Egyptaland. Auk Egypta mætir Ísland Króatíu og Argentínu í milliriðli og staðan upp á að fara í 8-liða úrslit vænleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Hrafnkell skaut á gest sinn í beinni útsendingu – „Þú veður í mig maður“

Myndband: Hrafnkell skaut á gest sinn í beinni útsendingu – „Þú veður í mig maður“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aftur heim vegna heilahristings

Aftur heim vegna heilahristings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Voru forvitnir um kærustu vinar síns – ,,Vildum vita hvernig hún væri í rúminu“

Voru forvitnir um kærustu vinar síns – ,,Vildum vita hvernig hún væri í rúminu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Giftur eltihrellir dæmdur í fangelsi – Taldi sig vera í sambandi með fyrirsætunni sem þurfti að hætta í vinnunni

Giftur eltihrellir dæmdur í fangelsi – Taldi sig vera í sambandi með fyrirsætunni sem þurfti að hætta í vinnunni