Áhugaverð spurning var borin upp í myndbandi handboltalandsliðsmannanna Bjarka Más Elíssonar og Arons Pálmarssonar.
Þeir félagar eru nú staddir með landsliðinu á HM í Króatíu, þar sem liðið mætir Slóveníu í mikilvægum leik í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.
„Hvaða félagar þínir fengu að búa í villunni sem þú keyptir í Hafnarfirði árið 2010?“ spurði Bjarki í myndbandinu sem um ræðir og Aron var ekki lengi að svara.
„Það var fótboltamaðurinn Björn Daníel Sverrisson og áhrifavaldurinn og podkast-stjarnan Andri Geir Gunnarsson,“ sagði hann.
„Og þeir fengu bara að búa frítt?“ spurði Bjarki þá og Aron svaraði játandi.
Björn Daníel, sem er leikmaður FH, og Aron eru góðir vinir og sá hann sér leik á borði eftir að myndbandið birtist.
„Falsfréttir. Ég borgaði mikið,“ sagði hann og Andri, sem er með hlaðvarpið Steve Dagskrá ásamt Vilhjámi Frey Hallssyni, tók undir. „Rétt. Björn borgaði fyrir mig líka.“
Þetta er auðvitað gert í góðu glensi, en myndbandið er hér að neðan.
Fake news!
I paid a lot 🤷♂️ pic.twitter.com/xUqqFymWFU— Björn Sverrisson (@bjornsverris) January 18, 2025