fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Sport

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugaverð spurning var borin upp í myndbandi handboltalandsliðsmannanna Bjarka Más Elíssonar og Arons Pálmarssonar.

Þeir félagar eru nú staddir með landsliðinu á HM í Króatíu, þar sem liðið mætir Slóveníu í mikilvægum leik í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

„Hvaða félagar þínir fengu að búa í villunni sem þú keyptir í Hafnarfirði árið 2010?“ spurði Bjarki í myndbandinu sem um ræðir og Aron var ekki lengi að svara.

„Það var fótboltamaðurinn Björn Daníel Sverrisson og áhrifavaldurinn og podkast-stjarnan Andri Geir Gunnarsson,“ sagði hann.

„Og þeir fengu bara að búa frítt?“ spurði Bjarki þá og Aron svaraði játandi.

Björn Daníel, sem er leikmaður FH, og Aron eru góðir vinir og sá hann sér leik á borði eftir að myndbandið birtist.

„Falsfréttir. Ég borgaði mikið,“ sagði hann og Andri, sem er með hlaðvarpið Steve Dagskrá ásamt Vilhjámi Frey Hallssyni, tók undir. „Rétt. Björn borgaði fyrir mig líka.“

Þetta er auðvitað gert í góðu glensi, en myndbandið er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk óvænt símtal er hann var í klippingu: ,,Gerði mikið fyrir mig“

Fékk óvænt símtal er hann var í klippingu: ,,Gerði mikið fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átti Everton að fá vítaspyrnu í blálokin? – Sjáðu atvikið umtalaða

Átti Everton að fá vítaspyrnu í blálokin? – Sjáðu atvikið umtalaða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim hreinskilinn á blaðamannafundi: ,,Líður eins og við séum ekki að bæta okkur“

Amorim hreinskilinn á blaðamannafundi: ,,Líður eins og við séum ekki að bæta okkur“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino