Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður á handbolta, var gestur Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Bjarki er að sjálfsögðu á leið á HM með Strákunum okkar. Eins og vanalega er mikil eftirvænting og væntingar hjá þjóðinni.
„Ég hef gaman að því, mér finndist leiðinlegt ef það væru engar væntingar, þá væri öllum drullusama og enginn að horfa á þetta,“ sagði Bjarki í þættinum.
„Stemningin í Munchen og í Kristianstad fyrir tveimur árum, þetta eru minningar sem ég mun lifa á eftir ferilinn og fá aljgöra gæsahúð.
Ég vil ekki sitja hérna og reyna að draga úr þessu, þjóðin má vera eins og hún vill. En svo erum við með okkar markmið. Ég fór á mitt fyrsta stórmót 2017 og þá var eiginlega öllum drullusama. Við duttum út og það var einhvern veginn enginn svekktur, nema við auðvitað.“
Umræðan í heild er í spilaranum.