fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Sport

Logi gaf loforð – Þarf nú að mæta svona í beina útsendingu á RÚV

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má búast við því að sjá fyrrum handboltalandsliðsmanninn og nú spekinginn Loga Geirsson í landsliðstreyju í setti RÚV á næstunni.

Logi er einn af sérfræðingum RÚV yfir HM í handbolta, þar sem Ísland er að sjálfsögðu þátttakandi, en kappinn hefur gert vel í því starfi undanfarin ár.

„Fékk spurningu áðan hvenær ég ætla að hvíla jakkafötin og mæta í landsliðstreyju í sjónvarpsútsendingu. Ég svaraði nei það er ekki að fara að gerast!“ skrifaði Logi á samfélagsmiðilinn X um helgina.

„Núna hef ég hins vegar hugsað málið og fékk hugmynd. Ef ég fæ 1000 like þá mæti ég í full kit landsliðsbúningnum frá Ólympíuleikunum Peking 2008 í TV og set búninginn á uppboð og deili í einhver góð málefni.“

Logi var ekki lengi að hlaða í þúsund like og þarf nú að standa við stóru orðin. „Þá er það klárt, passar ennþá,“ skrifaði Logi og setti mynd af sér í treyjunni frá 2008, þar sem Strákarnir okkar sóttu auðvitað silfur á Ólympíuleikunum.

HM hefst á morgun en íslenska liðið hefur leik á fimmtudag gegn Grænhöfðaeyjum. Kúba og Slóvenía eru einnig í riðli Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allar líkur á að hann fari – Verið orðaður við Arsenal

Allar líkur á að hann fari – Verið orðaður við Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Víkingi refsað enn á ný – Sektin hækkar vegna breytinga á ákvæði

Víkingi refsað enn á ný – Sektin hækkar vegna breytinga á ákvæði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma

Þrír kostir á borðinu fyrir undrabarnið – Tekur sér sinn tíma
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Varð bálreiður eftir þessi ummæli stuðningsmanns í gær – Myndband

Varð bálreiður eftir þessi ummæli stuðningsmanns í gær – Myndband
433Sport
Í gær

Segist ekki þurfa að ná topp fjórum á tímabilinu – Voru um tíma bendlaðir við titilbaráttu

Segist ekki þurfa að ná topp fjórum á tímabilinu – Voru um tíma bendlaðir við titilbaráttu
433Sport
Í gær

Faðir Slot ekki hrifinn: ,,Ekki eins spennandi og aðrir leikir Liverpool“

Faðir Slot ekki hrifinn: ,,Ekki eins spennandi og aðrir leikir Liverpool“