fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
433Sport

Árbæingar staðfesta komu Eyþórs – „Hér er allt til staðar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 13:03

Mynd: Fylkir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir hefur staðfest komu Eyþórs Wöhler til félagins. Skrifar hann undir tveggja ára samning.

Eyþór var síðast á mála hjá KR í Bestu deildinni en fer nú til Fylkis, sem féll niður í Lengjudeildina í sumar.

Tilkynning Fylkis
Eyþór Aron Wöhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fylki.

Það er okkur Fylkisfólki mikið fagnaðarefni að hafa náð samkomulagi við Eyþór sem við sjáum sem mikilvæga viðbót við öflugan leikmannahóp okkar sem mun gera atlögu að því að komast beint í deild þeirra bestu aftur.

Eyþór, sem er framherji, á að baki 136 leiki og 22 mörk í meistaraflokki. Eyþór lék með KR á síðustu leiktíð en hefur einnig leikið með Breiðabliki, HK, ÍA og Aftureldingu. Eyþór verður 23 ára í lok mánaðar og er uppalinn í Aftureldingu en hann gekk til við ÍA og lék með Skagamönnum í efstu deild tímabilin 2021 og 2022.

Eyþór færði sig yfir til Breiðabliks fyrir tímabilið 2023, en lék seinni hluta þess tímabils á láni hjá HK. Fyrir leiktíðina 2024 skipti hann svo yfir í KR. Eyþór á að baki 15 landsleiki og 4 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

„Ég er afar sáttur með að ganga í raðir Fylkismanna á þessum tímapunkti. Hér í Árbænum er allt til staðar og ég mun gera allt til þess að standa mig vel í appelsínugulu treyjunni á næstu árum” var haft eftir Eyþóri við þessi tíðindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

U17 ára landsliðið mætir Kára

U17 ára landsliðið mætir Kára
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“

Sá stjörnu United æfa eina á æfingasvæðinu – ,,Hugsaði með mér hversu vandræðalegt þetta væri“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð

Svona eru áherslur dómara fyrir komandi leiktíð
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Besta deildin grandskoðuð með Sigga Bond
433Sport
Í gær

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast

Dregið í Evrópudeildinni – Íslendingar mætast
433Sport
Í gær

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“

Spilar í vörn en lærði að verjast 28 ára gamall – ,,Hef aldrei lært eins mikið og á þessum sjö mánuðum“
433Sport
Í gær

Virðist staðfesta nýtt samband eftir þessar myndir: Þykir vera stórglæsileg – Fer hún með honum til Spánar?

Virðist staðfesta nýtt samband eftir þessar myndir: Þykir vera stórglæsileg – Fer hún með honum til Spánar?
433Sport
Í gær

Baunar hressilega á barnalegan Amorim: Er að ‘drepa’ dýrmætan leikmann – ,,Af hverju myndirðu segja þetta opinberlega?“

Baunar hressilega á barnalegan Amorim: Er að ‘drepa’ dýrmætan leikmann – ,,Af hverju myndirðu segja þetta opinberlega?“
433Sport
Í gær

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“

Undirskriftalistinn skilaði litlum árangri: Framdi sjálfsmorð aðeins 27 ára gömul – ,,Hvernig geta þeir sýnt svona mikla vanvirðingu?“