fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
433Sport

Segja íslenskum fjölmiðlum að þegja og saka þá um falsfréttir

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 09:40

Lögregluviðbúnaður var að Hlíðarenda vegna málsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albanska knatt­spyrnu­fé­lagið Vllaznia sakar íslenska fjölmiðla meðal annars um lygar í yfirlýsingu sem það gaf út í kjölfar fréttaflutnings eftir fyrri leik liðsins við Val í Sambandsdeildinni hér heima á fimmtudag.

Stuðningsmenn, starfsfólk og háttsettir einstaklingar Vllaznia létu öllum illum látum á leiknum, sem lauk 2-2. Það var hrækt á dómara, hann sleginn, öryggisvörður kýldur og hvað eina. Þá var stuðningsmönnum, stjórnarmönnum, leikmönnum og öðrum sem tengjast Val hótað.

Meira
Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til

„Und­an­farna daga hafa marg­ir ís­lensk­ir fjöl­miðlar birt niðrandi og rang­ar frétt­ir um Vllaznia og stuðnings­menn fé­lags­ins. Íslensk­ir fjöl­miðlar og Val­ur ættu að þegja, því stuðnings­menn and­stæðing­anna eru alltaf vel­komn­ir og við tök­um vel á móti þeim,“ seg­ir til að mynda í yfirlýsingunni, sem mbl.is vekur fyrst athygli á hér heima.

Seinni leikur liðanna fer fram á fimmtudag og verður leikinn í Albaníu þrátt fyrir öll lætin í fyrri leiknum, eins og fram kom á 433.is í gær.

Meira
Fá að spila heimaleikinn gegn Val í Albaníu þrátt fyrir lætin á Hlíðarenda

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Óttast að byrja án lykilmanns eftir slagsmálin á dögunum

Óttast að byrja án lykilmanns eftir slagsmálin á dögunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu

Morata að skrifa undir hjá enn einu stórliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amanda til hollensku meistaranna – Gæti mætt Val á næstunni

Amanda til hollensku meistaranna – Gæti mætt Val á næstunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð yfirgefur danska félagið

Davíð yfirgefur danska félagið