fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
433Sport

Siggi Hlö varar við svikahrappi sem hafði af honum fjórar milljónir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. mars 2024 08:51

Siggi Hlö tapaði fjórum milljónum á svikahrappnum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og athafnamaðurinn Siggi Hlö hefur sent frá sér færslu þar sem hann varar íslenska áhugamenn um enska boltann um að kaupa miða á leiki af þarlendum svikahrappi. Siggi hefur um árabil skipulagt ferðir og útvegað miða á leiki Manchester United enda einn harðasti stuðningsmaður liðsins hér á landi. Fyrir nokkrum árum lenti hann hins vegar í klóm svikahrapps.

Svikahrappurinn

„Maðurinn á þessari mynd heitir Phil Jones. Hann skuldar fyrirtæki mínu 4.000.000 (fjórar milljónir). Hann sveik okkur rétt fyrir Covid,“ skrifar Siggi á stuðningsmannasíðu Manchester United á Íslandi.

Segir útvarpsmaðurinn vinsæli að lögmenn séu að vinna í málinu og hafi hann ekki viljað vera að gaspra opinberlega um málið. Honum hafi hins vegar runnið blóðið til skyldunnar þegar hann frétti af því að Jones væri enn að svíkja Íslendinga.

„Ekki bara stuðningsmenn Man Utd heldur líka Liverpool og fleiri liða,“ skrifar Siggi og hvetur lesendur til þess að dreifa tilkynningunni „eins og vindurinn“.

„Þetta á ekki að líðast. Alls ekki versla við þennan mann,“ segir Siggi að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“

Allt vitlaust eftir að hann lét þessi ummæli flakka í vikunni – ,,Ég ætlaði ekki að móðga neinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“

Birtu færslu á X sem kom stjóranum á óvart – ,,Ég er í vandræðum með að skilja hvað það er“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur

Duran missti hausinn og Ronaldo nánast ósýnilegur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Moyes virkilega óánægður eftir jafnteflið: ,,Ég var hissa“

Moyes virkilega óánægður eftir jafnteflið: ,,Ég var hissa“
433Sport
Í gær

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
433Sport
Í gær

England: United kom til baka og bjargaði stigi gegn Everton

England: United kom til baka og bjargaði stigi gegn Everton