Wayne Rooney hefur enn tröllatrú á því að hann sé rétti maðurinn til að stýra liði Plymouth í næst efstu deild.
Plymouth er í harðri fallbaráttu í Championship-deildinni og er starf Rooney talið vera undir mikilli pressu.
Stuðningsmenn Plymouth eru farnir að kalla eftir höfði Rooney sem tók aðeins við liðinu í sumar.
Rooney er þó staðráðinn í því að hann geti snúið gengi liðsins við en Plymouth situr í neðsta sætinu.
,,Ég trúi því að ég sé rétti maðurinn, ég veit hvernig fótboltinn virkar. Ég er ekki heimskur og veit að þú þarft að ná í úrslit,“ sagði Rooney.
,,Það sem hefur pirrað mig mest er að við höfum verið eins og tvö mismunandi lið heima og að heiman. Andlega þá er það vandamál, eitthvað sem við þurfum að skoða.“