Mason Mount gæti verið frá þar til í mars eftir að hann meiddist í sigri Manchester United á Manchester City á dögunum, eftir því sem fram kemur í ensku miðlum.
Mount fór af velli eftir aðeins 14 mínútur í leiknum og nú virðist komið í ljós að hann verði frá í nokkuð langan tíma, en Ruben Amorim stjóri United hafði áður sagt að Englendingurinn yrði frá í einhverjar vikur.
Mount gekk í raðir United frá Chelsea fyrir síðustu leiktíð og hafa meiðsli litað tíma hans á Old Trafford. Munu þau greinilega gera það eitthvað áfram.
Mikið var fjallað um það að koma Amorim til félagsins myndi hafa góð áhrif á Mount, en þetta setur strik í reikninginn.