Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Það var farið yfir fréttir vikunnar í þættinum og meðal annars tíðindi af HSÍ, sem ekki nær að setja nýja handboltalandsliðstreyju í sölu fyrir HM karla í næsta mánuði.
„Þetta er hrikalega slappt maður,“ sagði Sævar um málið.
Helgi tók undir þetta.
„Handboltinn hér á landi virðist svolítið oft skjóta sig í fótinn,“ sagði hann áður en Hrafnkell tók til máls.
„Því miður er utanumhaldið orðið lélegt. Svo áttu að koma einhverjar nýjar vélar til að bæta útsendingar en þær hafa ekkert skilað sér til félagana. Það eru rosalega mörgu lofað þarna niðri í HSÍ en það er lítið sem er staðið við.“
Umræðan í heild er í spilaranum.