Tíu menn Liverpool náðu í gott stig á heimavelli í dag er liðið mætti Fulham á Anfield.
Liverpool lenti undir eftir aðeins 11 mínútur og stuttu seinna missti liðið mann af velli er Andy Robertson fékk beint rautt spjald.
Þegar um 14 mínútur voru eftir þá komst Fulham aftur yfir er Rodrigo Muniz kom knettinum í netið eftir skyndisókn.
Diogo Jota tókst þó að jafna metin fyrir Liverpool fyrir leikslok og fagnar toppliðið fínu stigi við erfiðar aðstæður.
Arsenal missteig sig á sama tíma gegn Everton en leikið var á Emirates í London. Viðureigninni lauk með markalausu jafntefli.
Newcastle vann þá öruggan sigur gegn Leicester og Ipswich vann óvæntan 2-1 útisigur á Wolves.
Liverpool 2 – 2 Fulham
0-1 Andras Pereira(’11)
1-1 Cody Gakpo(’47)
1-2 Rodrigo Muniz(’76)
2-2 Diogo Jota(’85)
Arsenal 0 – 0 Everton
Newcastle 4 – 0 Leicester
1-0 Jacob Murphy(’30)
2-0 Bruno Guimaraes(’47)
3-0 Alexander Isak(’50)
4-0 Jacob Murphy(’60)
Wolves 1 – 2 Ipswich
0-1 Matt Doherty(’15, sjálfsmark)
1-1 Matheus Cunha(’72)
1-2 Jack Taylor(’94)