Í frétt á forsíðu Viðskiptablaðsins er greint frá því að vinsælasta hlaðvarp landsins, Dr. Football hafi gengið vel árið 2023 þegar kemur að rekstri í kringum hlaðvarpið. Hlaðvarpið fjallar eingöngu um fótbolta.
Þar segir að 34 milljóna króna hagnaður hafi verið á fyrirtækinu Doc Media sem heldur utan um rekstur Hjörvars Hafliðasonar á hlaðvarpinu vinsæla.
Úttekt Viðskiptablaðsins nær í heild til 400 afkomuhæstu samlags- og sameignarfélaganna í fyrra, byggt á álögðum tekjuskatti og tryggingagjaldi samkvæmt álagningarskrá lögaðila sem Skatturinn birti á dögunum.
Hjörvar stofnaði hlaðvarp sitt árið 2018 og hefur hlaðvarpið frá þeim tíma verið það vinsælasta á landinu.
Segja má að Hjörvar hafi rutt brautina fyrir marga en hann var einn af þeim fyrstu sem náðu í gegn með vinsælt hlaðvarp. Margir hafa fylgt í kjölfarið.
Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Hjörvar hafi færst upp um þrjú sæti á listanum yfir tekjuhæsta lista og fjölmiðlafólkið sem heldur úti samlagsfélagi. Hann skákar meðal annars stórstjörnum á borð við Sóla Hólm og Auðunn Blöndal þegar kemur að hagnaði.
Samlagsfélag Sóla hagnaðist um 24 milljónir á síðasta ári en félag Auðuns um 18 milljónir.