Gary Neville fyrrum fyrirliði Manchester United gagnrýnir Marcus Rashford og Casemiro fyrir framkomu sína og hegðun síðustu daga.
Báðir ákváðu að fara til Bandaríkjanna í fjögurra daga frí þegar leikmenn United sem ekki voru í landsliði fengu frí.
Neville segir eðlilegt að menn fari í frí en að velja langt ferðalag þar sem talsverður tímamismunur er, sé ekki góð hugmynd.
„Þetta snýst um atvinnumennsku, að sjá um líkama þinn og vera klár í næstu æfingu í sem besta forminu,“ segir Neville.
Rashford fór til New York þar sem hann horfði á körfubolta en Casemiro fór með konu og börnum til Orlando.
„Þetta er andlegt frí, hann fer í frí með vinum sínum og það er eðlilegt. En þetta snýst um að velja stað, hversu langt flug og hvernig það er. Langt ferðalag þreytir þig, verður þú stífur eftir langt flug.“
„Ég horfi frekar á Casemiro en Rashford, ef ég eg er komin yfir þrítugt og er að hugsa um líkama minn. Þetta snýst um að vera atvinnumaður og vera í sem besta forminu fyrir æfingu á mánudegi. Þetta er ekki vel valið.“
Casemiro og Rashford mættu á fyrstu æfingu Ruben Amorim á mánudag en hafa líklega verið aðeins lúnir eftir langt og strangt ferðalag.