fbpx
Mánudagur 28.október 2024
Sport

Varpar fram kenningu um óvænta ákvörðun Arons – „Ég ætla bara að segja það“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður og stjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Aron Pálmarsson samdi við ungverska liðið Veszprem á ný eftir rúmlega árs dvöl hjá uppeldisfélaginu FH. Aron var hjá Veszprem frá 2015-2017.

video
play-sharp-fill

„Rétt eins og þegar hann samdi við FH er lítill aðdragandi. Kannski er hann að velta fyrir sér næsta stórmóti með landsliðinu því þetta eru góð tíðindi fyrir það. Þó það sé minna álag á honum hér heima og hann yrði ferskari er samt betra fyrir hann að spila í Meistaradeild Evrópu og mæta á næsta stórmót í betra standi, að spila á móti mönnum sem hann mætir á komandi stórmóti,“ sagði Stefán um málið.

„Fyrir það fyrsta held ég að hann telji sig eiga óklárað verkefni þarna. Númer tvö eru það peningar. Svo held ég að þriðja ástæðan sé sú, án þess að vita neitt um það, að honum hafi ekki fundist þetta nógu gott hér heima. Ég ætla bara að segja það, deildin er búin að slakkna mikið síðan í fyrra,“ sagði Hrafnkell.

„Og deildin í fyrra hafði versnað frá því árið þar áður,“ bætti Stefán við að endingu.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum í Víkinni – Ekroth heill eftir meiðsli

Byrjunarliðin í úrslitaleiknum í Víkinni – Ekroth heill eftir meiðsli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ömurleg tölfræði Bruno Fernandes á tímabilinu

Ömurleg tölfræði Bruno Fernandes á tímabilinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Palmer hetja Chelsea – United tapaði á lokamínútunum

England: Palmer hetja Chelsea – United tapaði á lokamínútunum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saka byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saka byrjar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill sjá óvænt nafn aftur í landsliðinu – Spilaði síðast 2020

Vill sjá óvænt nafn aftur í landsliðinu – Spilaði síðast 2020
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fótbrotinn en var óvart skráður á bekkinn hjá meisturunum

Fótbrotinn en var óvart skráður á bekkinn hjá meisturunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gátu selt hann fyrir 80 milljónir en höfnuðu tilboðinu: Hefur lítið sýnt undanfarin ár – ,,Það fór eins og það fór“

Gátu selt hann fyrir 80 milljónir en höfnuðu tilboðinu: Hefur lítið sýnt undanfarin ár – ,,Það fór eins og það fór“
Hide picture