Þónokkrir eru sammála um það að Crystal Palace hafi átt að fá vítaspyrnu gegn Liverpool í dag.
Leikið var á Selhurst Park en Liverpool hafði betur 1-0 með marki frá Diogo Jota í fyrri hálfleik.
Palace vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleik er Virgil van Dij virtist brjóta á Marc Guehi innan teigs.
Van Dijk hélt í Guehi með báðum höndum en dómarar leiksins ákváðu að lokum að ekkert yrði dæmt.
Dæmi nú hver fyrir sig.
How’s this not a penalty. Van Dijk clearly pulls back Guéhi. Liverpool are very very lucky😳 pic.twitter.com/1Uqb6ZegWO
— Casual (@Casualf314) October 5, 2024