fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Sport

Ísrael rekið úr HM í íshokkí – Áttu að spila við Ísland

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 14:08

Hvorki karla né kvennalandslið Ísraels fá að taka þátt í heimsmeistaramótinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðum Ísraels hefur verið meinuð þátttaka í heimsmeistarakeppni í íshokkí. Karlaliðið átti að keppa við íslenska landsliðið í annarri deildinni í apríl.

Alþjóða íshokkísambandi, IIHF, ákvað í dag að meina Ísrael þátttöku í mótinu. Ástæðan er sögð áhyggjur af öryggi allra keppenda á mótinu, þar með talið Ísraelum sjálfum. Ekki sé hægt að tryggja það á þessari stundu eftir að stríðið á Gaza braust út.

Karlaliðið átti að spila í deild númer 2 í Serbíu en kvennaliðið í deild númer 3 í Eistlandi.

Í yfirlýsingu sambandsins segir að ákvörðunin hafi verið vandlega ígrunduð, byggi á áhættumati og hafi verið tekin í samráði við þátttökuríki sem og Serbíu og Eistland.

„Við erum vonsvikin, reið og fyrst og fremst svekkt,“ sagði Chen Kotler, fyrirliði ísraelska kvennalandsliðsins við dagblaðið Israel Hayom.

Íslenska karlalandsliðið er í deild númer 2 eins og Ísrael. Liðin áttu að mætast í lok apríl. Önnur lið í deildinni eru Serbía, Króatía, Ástralía og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta brottför hans frá Arsenal

Staðfesta brottför hans frá Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýtt félag á eftir Ramsdale

Nýtt félag á eftir Ramsdale
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár

Shaqiri hættur með landsliðinu eftir fjórtán ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir sagður í skrýtinni stöðu – „Það hefur eitthvað súrnað, það er eitthvað í gangi“

Sverrir sagður í skrýtinni stöðu – „Það hefur eitthvað súrnað, það er eitthvað í gangi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Færsla Alberts vekur athygli – Fékk þessa sendingu frá aðdáanda

Færsla Alberts vekur athygli – Fékk þessa sendingu frá aðdáanda
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Athæfi Bellingham beint eftir leik í gær náðist á myndband – Sjón er sögu ríkari

Athæfi Bellingham beint eftir leik í gær náðist á myndband – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín

Hreyttu ókvæðisorðum í starfsmenn RÚV í Berlín
433Sport
Í gær

Argentína landaði Copa America-titlinum – Messi meiddist og fór grátandi af velli

Argentína landaði Copa America-titlinum – Messi meiddist og fór grátandi af velli
433Sport
Í gær

Schmeichel að semja við nýtt félag

Schmeichel að semja við nýtt félag