fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Sport

Þjálfari Dana: „Ísland er með stórkostlegt lið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 20:26

Nikolaj Jakobsen, landsliðsþjálfari Dana í handbolta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki aðeins Íslendingar sem hafa trú á að íslenska karlalandsliðið í handknattleik geti náð góðum árangri á Heimsmeistamótinu í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku. TV2 í Danmörku ræðir í dag við Nikolaj Jakobsen, landsliðsþjálfara Dana og Mathias Gidsel, eina af stórstjörnum liðsins.

Jakobsen á að vanda von á því að Danmörk geti komist langt á mótinu. „Ég held að fimm lið geti gert atlögu að heimsmeistaratitlinum. Það eru kunnugleg lönd eins og Spánn, Frakkland og Svíþjóð. Svo er ég þeirrar skoðunar að Ísland sé með stórkostlegt lið sem er sett saman úr leikmönnum sem munu spila saman næstu árin.“

Örvhenta skyttan Mathias Gidsel er sammála þjálfara sínum. „Það eru mörg góð lið skipuð hæfileikaríkum leikmönnum. Ég held þetta verði barátta á milli kunnuglegra liða eins og Danmerkur, Svíþjóðar, Spánar og Frakklands,“ segir hann en bætir við. „En svo ættuð þið að fylgjast með íslensku vinum okkar, sem eru leiddir áfram af tveimur leikmönnum úr Magdeburg. Þeir hafa verið að spila frábærlega undanfarið.“

Þarna á Gidsel vitanlega við þá Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon, sem urðu Þýskalandsmeistarar með liði sínu í vor og tryggðu sér nýlega sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða. „Þið ættuð að fylgjast vel með Íslandi – en líka okkur auðvitað.“

Þess má geta að Danir eru líklegir andstæðingar Íslands í átta liða úrslitum ef svo færi að Ísland kæmist upp úr riðlinum og tryggði sér annað af tveimur efstu sætunum í milliriðli.

Fyrsti leikur Íslands á mótinu er þann 12. janúar. Þá mætir Ísland liðið Portúgals.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur