Eygló Fanndal Sturludóttir átti sögulega frammistöðu á IWF Grand Prix 1-mótinu, sem haldið var í Havana, höfuðborg Kúbu í gær. Eygló gerði sér lítið fyrir og snaraði 100 kg fyrst allra íslenskra kvenna á móti. Þá náði hún 120 kg í jafnhendingu og því samanlögðum 220 kg sem einnig er Íslandsmet í samanlögðu.
Þessi árangur gerir hana einnig stigahæstu lyftingakonu Íslands frá upphafi.
Alls voru 26 keppendur í -71 kg flokki á mótinu, 14 á A riðli og 12 í B riðli.
Eygló keppti í B riðli. Þar átti hún bestan árangur keppenda í snörun og anna bestan árangur í jafnhendingu 120 kg á eftir Marcial Matias sem lyfti 124 kg.
Eins og áður segir gekk Eygló virkilega vel í snörunar hlutanum. Hún opnaði með 94 kg, tók næst 97 kg og toppaði þetta með 100 kg Íslandsmeti í þriðju lyftu. Þessi árangur Eygló þýddi að hún endaði í sjöunda sæti mótsins, hún landaði sjötta sæti í snörun og níunda sæti í jafnhendingu.
Úrslit mótsins í heild má finna hér og frekari umfjöllun á vef Lyftingasambands Íslands