Kylian Mbappe, stjörnuleikmaður Paris Saint-Germain, ætlar ekki að virkja klásúlu í samningi sínum sem framlengir hann um eitt ár.
Fabrizio Romano segir frá þessu.
Mbappe skrifaði undir tveggja ára samning við PSG í fyrra með möguleika á árs framlengingu. Aðeins hann gat virkjað þann möguleika.
Kappinn hefur nú ákveðið að gera það ekki.
Mbappe var sterklega orðaður við Real Madrid í fyrra áður en hann framlengdi við PSG.
PSG vill ekki missa Mbappe frítt og er því útlit fyrir að tveir kostir séu í stöðunni: Að Mbappe skrifi undir nýjan samning eða verði seldur í sumar.
🚨 Kylian Mbappé has informed PSG of his decision: he’ll NOT trigger the option to extend current contract until 2025, it means that deal would expire next June 2024 — as L’Équipé called.
PSG position: NO plan to lose Kylian for free.
Sign new deal now or he could be sold. pic.twitter.com/fDpSKOmxsf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2023