Eftir hvert tímabil greiðir enska úrvalsdeildin út væna summu til félaganna vegna þátttöku og sjónvarpsréttar. Efsta liðið, Manchester City fær mest og upphæðin lækkar svo við hvert sæti.
Samkvæmt enskum blöðum fær Manchester City 170 milljónir punda í sinn vasa fyrir þetta tímabil.
Arsenal fær ögn minna og Manchester United og Newcastle koma þar á eftir.
Liverpool fær tæpum tíu milljónum punda minna en topplið Manchester City eftir að hafa endað í fimmta sæti deildarinnar.
Southampton sem endaði í neðsta sæti fær væna summu eða tæpar 130 milljónir punda. Lista yfir þetta má sjá hér að neðan.