Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Zenica
Íslenska karlalandsliðið mætir Bosníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2024 á morgun. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Zenica í kvöld.
Arnar var spurður út í það hvort íslenska liðið hafi sett sér einhver ákveðin markmið fyrir leikina í þessu landsliðsverkefni, gegn Bosníu og Liechtenstein, hvað varðar stigafjölda.
„Ég held að við horfum á þetta öðruvísi en þú. Þú ert væntanlega að tala um næstu tvo leiki. Við horfum á þetta verkefni sem 2023. Þetta er ferli sem fór í gang þegar ég tók við liðinu. Þegar ég var ráðinn í þetta starf voru ákveðnir hlutir sem við vorum sammála um að þyrftu að gerast,“ sagði Arnar.
„Við ætluðum fyrst á HM en það fór eins og það fór. Við þurftum aðeins að endurskipuleggja okkur.“
Það er þó ljóst að Strákarnir okkar ætlar sér sex stig úr þessu verkefni.
„Við erum með ákveðinn stigafjölda sem við þurfum að ná. Við náum þeim ekki í þessari viku en vonandi náum við sem flestum í þessari viku.“