fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Hinir fimm fræknu: Þessir gætu tekið við Tottenham ef Conte fær sparkið – Gamalkunnug andlit og spennandi kostir

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 08:30

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram­tíð ítalska knatt­spyrnu­stjórans Antonio Conte hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Totten­ham hangir á blá­þræði og talið að honum gæti verið sparkað úr starfi í vikunni.

Enska götublaðið The Sun hefur tekið saman lista yfir fimm knattspyrnustjóra sem gætu komið inn og tekið við Tottenham sem situr þessa stundina í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrst ber að nefna gamalkunnugt andlit hjá Tottenham í Norður-Lundúnum, argentínska knattspyrnustjórann Mauricio Pochettino sem stýrði Tottenham meðal annars alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2019. Sex mánuðum síðar var honum sagt upp störfum.

Pochettino skildi ekki eftir sig sviðna jörð hjá Tottenham og er það raunhæfur möguleiki fyrir félagið að endurnýja gömul kynni við hann. Pochettino hefur verið án starfs eftir að hann samstarf hans og franska úrvalsdeildarfélagsins Paris Saint-Germain lauk.

Mauricio Pochettino

Marco Silva er annað nafn sem hefur borið á góma í þessari umræðu. Silva hefur verið að gera virkilega góða hluti hjá Fulham undanfarið. Hann stýrði félaginu aftur upp í deild þeirra bestu og þar hefur liðinu tekist að plumma sig á yfirstandandi tímabili. Fulham er sem stendur í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Samningur Silva við Fulham rennur út eftir næsta tímabil og því myndi Tottenham þurfa að komast að samkomulagi við Fulham um möguleg skipti Silva.

Marco Silva/ GettyImages

Spænski knattspyrnustjórinn Luis Enrique er án starfs eftir að hann steig til hliðar sem landsliðsþjálfari Spánar eftir vonbrigði á HM í Katar undir lok síðasta árs.

Enrique er afar reynslumikill þjálfari og býr meðal annars yfir reynslu af því að stýra einu stærsta félagsliði heims, Barcelona. Þar varð hann spænskur meistari í tvígang sem þjálfari og stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeild Evrópu árið 2015.

Talið er að Enrique vilji komast aftur í félagsliða boltann en hvort hann telji starf hjá Tottenham vera rétta skrefið fyrir sig skal láta ósagt.

Luis Enrique

Thomas Tuchel hefur verið án starfs síðan að hann var látinn fara frá nágrönnum Tottenham í Chelsea í september á síðasta ári. Tottenham hefur áður ráðið fyrrum knattspyrnustjóra Chelsea, til að mynda téðann Antonio Conte, og gæti sú staða því komið upp aftur.

Tuchel býr yfir veigamikilli reynslu af stærsta sviðinu í knattspyrnuheiminum með félagsliðum á borð við Chelsea, Bayern Munchen, Paris Saint-Germain og Dortmund. Þá er það afar góður kostur við hann að hann þekkir umhverfið í ensku úrvalsdeildinni nú þegar.

Thomas Tuchel.

Sá fimmti og síðasti í röðinni er franska knattspyrnugoðsögnin Zinedine Zidane. Sá hefur verið án starfs síðan að hann fór frá félaginu árið 2021, jafnframt er Real Madrid eina félagið sem hann hefur stýrt á sínum ferli en þar tókst honum að vinna glæsta sigra.

Hvíslað hefur verið um að Zidane hafi á sínum tíma verið boðið að taka við Manchester United en hann hafi neitað því sökum þess að hann hafi ekki nógu gott vald á enskri tungu. Það er eitthvað sem forráðamenn Tottenham þyrftu að huga að og spurning hvort tilboð frá félaginu myndi heilla Zidane.

Zinedine Zidane

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum

KR sótti leikmann frá nágrönnunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frakkinn kynntur til leiks í London

Frakkinn kynntur til leiks í London
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Óvissunni loks lokið
433Sport
Í gær

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið

Efstur á óskalista Arteta fyrir sumarið
433Sport
Í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær

Fær það óþvegið frá stuðningsmönnum – Sjáðu hvað hann sagði við fréttamenn í gær
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur

Seinni leikur Strákanna okkar staðfestur