fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Atli Viðar tjáir sig um óþægilegt mál fyrir hans fyrrum félag í Kaplakrika – „Gríðarlegt áfall að þetta mál sé komið upp á yfirborðið“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 13:34

Atli Viðar Björnsson gerði flotta hluti hjá FH á sínum tíma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Viðar Björns­son, fyrrum leik­maður FH, segir að það sé gríðar­legt á­fall fyrir félagið að fá mál Mor­ten Beck Gulds­med, sem segir FH skulda sér 14 milljónir króna í van­goldnum launum, upp á yfir­borðið nú þegar allt virtist vera að fara leika í lyndi hjá fé­laginu á nýjan leik.

Það vakti at­hygli á dögunum þegar að greint var fá því að Mor­ten Beck Gulds­med, fyrrum leik­maður FH, ætlaði sér að draga fé­lagið fyrir dóm­stóla þar sem að hann segir FH skulda sér 14 milljónir króna í laun.

Það var Hjör­var Haf­liða­son sem greindi frá mála­vendingunum í hlað­varps­þættinum Dr. Foot­ball

„Hann er farinn með FH-inga í dóm­salinn, hann vill meina að FH skuldi sér fyrir meira en tvö tíma­bil, 14 milljónir. FH viður­kenna skuldina en ekki allan þennan pening. Af gögnum málsins að dæma hefur hann rétt fyrir sér og lík­legt að FH-ingar þurfi að borga þetta í topp,“ segir Hjör­var í hlað­varpi sínu.“

Gríðar­legt á­fall

Málið var svo til um­ræðu í hlað­varps­þættinum Enn einn fót­bolta­þátturinn þar sem Atli Viðar Björns­son, fyrrum leik­maður FH, tjáði sig um málið.

„Það sem mér finnst vera mesta á­fallið við að þetta mál sé að koma núna upp á yfir­borðið er að stemningin í kringum FH undan­farið er búin að vera svo góð,“ byrjaði Atli Viðar á því að segja.

Það hafi góðir hlutir verið að gerast í kringum liðið.

„Og búið að snúa þessum vonda spíral, sem var í gangi í kringum fé­lagið, við.“

Atla Viðari fannst vera komin góður bragur í FH á nýjan leik, eitt­hvað sem hafði vantað þar á undan.

„Að því leytinu til finnst mér gríðar­legt á­fall að þetta mál sé komið upp á yfir­borðið og komið í um­ræðuna, sé að hafa þessi á­hrif.“

Hlusta má á nýjasta þátt hlað­varps­þáttarins Enn einn fót­bolta­þátturinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi

Gagnrýndi frammistöðu hans í rúminu með athyglisverðri samlíkingu – Hann svarar nú fullum hálsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara

Nýbúinn að skrifa undir en er sagður vilja fara
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta

Guardiola varð sár þegar hann heyrði að Walker hefði gert þetta
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasölu lýkur á mánudag

Miðasölu lýkur á mánudag