Argentínska knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi fór fyrir argentínska landsliðinu sem varð heimsmeistari á HM í Katar undir lok síðasta árs. Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður allra tíma og hann verðlaunaði liðsfélaga sína í landsliðinu með ríkulegri gjöf.
Sagt er frá því á vef Daily Star að Messi hafi keypt 35 gullhúðaða Iphone snjallsíma fyrir liðsfélaga sína fyrir það sem nemur tæpum 23 milljónum íslenskra króna.
Á hverjum síma fyrir sig mátti síðan finna nafn, treyju númer og merki argentínska knattspyrnusambandsins og er gullhúðunin til marks um gullverðlaunin sem liðið vann á mótinu.
Argentína bar sigurorðið af Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.