fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
433Sport

Elsti leikmaðurinn, flestu titlarnir og mesta áhorfið? – Skemmtilegar staðreyndir um HM í fótbolta í gegnum árin

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 19. október 2022 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun 20. október, er sléttur mánuður í að heimsmeistaramótið í fótbolta verði haldið og nú í Qatar. Reyndar hefur verið mikil deilt um staðsetningu mótsins þetta árið en fótboltaveisla er jú alltaf fótboltaveisla, sama hvar hún á sér stað.

En að allt öðru. 

Hér að neðan má finna nokkrar staðreyndir úr sögum HM. Hversu mikið veist þú?

Á hvaða leik HM hafa verið flestir áhorfendur?

Á úrslitaleik Brasilíu og Úrúgvæ, sem haldin á Maracana vellinum í Rio de Janeiro, voru samkvæmt opinberum tölum 199,854 manns. Flestir telja þó töluna nær 210,000. Völlurinn var byggður fyrir 78,838 áhorfendur og mun troðningurinn hafa verið engu líkur. 

Leikurinn er einnig þekktur fyrir örvæntingu Brasilíumanna eftir tapið, en fjöldi aðdáenda framdi sjálfsvíg og kenndi tapinu um í skilaboðum til aðstandenda. 

Hvaða leikmaður hampar flestum HM titlum allra tíma?

Það mun vera enginn annar en brasilíska stórstjarnan Pelé. Hann hampaði fyrsta bikarnum árið 1958, sem var reyndar fyrsta árið sem Brasilía vann HM. Hann var aftur í sigurliðinu 1962 svo og 1970, sem var síðasta heimsmeistaramótið sem kappinn spilaði. 

Hver er markahæsti leikmaður HM?

Þjóðverjinn Miroslav Klose státar að 16 mörkum og á því þann titil skuldlaust. Klose skoraði fimm mörk á sínu fyrsta heimsmeistaramóti árið 2002, og önnur fimm árið 2006. 

Árið 2010 skoraði meistarinn fjögur mörk og tvö árið 2014. 

Hver á flest mörk skoruð á einu heimsmeistaramóti?

Frakkinn Just Fontaine skoraði hvorki meira né minna en 13 mörk á HM í Svíþjóð árið 1958. Það met mun víst seint verða slegið. 

Hvaða heimsmeistaramót hefur fengið mest áhorf? 

Það er talið að 3,2 milljarðar manna hafi horft á einn eða fleiri leiki á HM 2018. Er þá talið áhorf í sjónvarpi, símum og tölvum. Það er um helmingur alls mannkyns. 

Hvar og hvenær var fyrsta heimsmeistaramótið haldið?

Það var í Úrúgvæ árið 1930. Og ekki nóg með það heldur unnu gestgjafarnir einnig titilinn. 

Hvað gerði HM árið 2002 ólíkt öllum öðrum heimsmeistaramótum? 

Það var haldið af tveimur þjóðum en Suður Kórea og Japan tóku höndum saman um að sinna gestgjafahlutverkinu. Reyndar var það alls ekki hugmyndin í upphafi. Bæði löndin höfðu sótt stíft um að fá að halda mótið en það var FIFA sem stakk upp á að löndin héldu mótið saman.

Japan hafnaði hugmyndinni í fyrstu en samþykkti svo að lokaákvörðun í slíku máli væri á valdi FIFA. 

Hver er elsti leikmaðurinn til að spila á heimsmeistaramóti?

Egypski markvörðurinn Essam El Hadary var 45 ára þegar hann lék á HM í Rússlandi árið 2018. Hann skartar einnig titlinum að  vera elsti markmaðurinn til að verja vítaspyrnu, sem hann og gerði í leik gegn Saudi Arabíu á sama móti. 

Hvað var liðið á leik þegar að sneggsta mark í sögu HM var skorað?

Tyrkneski leikmaðurinn Hakan Sukur skoraði gegn Suður Kóreu þegar að 10,89 sekúndur voru liðnar af leik Tyrklands gegn Suður Kóreu árið 2002. 

Hvaða land hefur tapað flestum leikjum á HM?

Mexíkó hefur þurft að þola að tapa 25 sinnum í gegnum árin. 

Aðeins tvö lönd hafa unnið  tvö mót í röð. Hvaða lönd eru það?

Ítalía vann 1934 og 1938 og Brasilía vann 1958 og 1962. 

Hvaða tvö lið hafa oftast mæst í úrslitaleik?

Argentína og Þýskaland hafa þrisvar spilað til úrslita; 1986, 1990 og 2914. 

Hvaða land hefur aðeins náð að komast einu sinni á HM? AUÐVITAÐ aðrir en Íslendingar !!! (Smá víkingaklapp hér, takk fyrir)

Það mun vera Indónesía sem náði inn 1938. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik gegn Ungverjalandi, 0-6. 

Og að lokum ein skemmtileg staðreynd. 

Árið 1966 var heimsmeistaramótið haldið í Bretlandi en áður en mótið hófst var bikarinn hafður til sýnis almenningi í Methodist Central Hall í Westminster. 

Einhver óprúttinn aðili náði þó að stela bikarnum, þrátt fyrir öfluga öryggisgæslu. 

Bikarinn fannst þó skömmu seinna þegar að hundurinn Pickles var á göngu með eiganda sínum í nálægum almenningsgarði. Fann Pickles gripinn á bakvið runna, settist hjá bikarnum og gelti hátt og snjallt. 

Bikarnum var skilað á sinn stað og væntanlega fékk Pickles stórt og girnilegt bein í fundarlaun. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga