Unai Emery, fyrrum stjóri Arsenal, vakti heldur betur athygli á föstudag eftir leik sem var spilaður á St. Mary’s vellinum í Southampton.
Emery er í dag stjóri Villarreal og hefur gert flotta hluti og vann Evrópudeildina með liðinu 2021.
Emery heillaði þó ekki marga sem stjóri Arsenal í 18 mánuði og var enskukunnátta hans oft á milli tannana á fólki.
Það var kannski ekki hversu vel Emery kunni tungumálið heldur framburðurinn sem var oft mjög sérstakur.
Emery varð þekktur fyrir setninguna ‘Good Evening’ en hann bar það fram sem ‘Good Ebening’ sem margir höfðu gaman að.
Fyrir helgi var Emery beðinn um að segja þessa setningu af stuðningsmönnum fyrir utan St. Mary’s og var honum einnig tjáð að starfið sem hann vann hjá Arsenal hafi verið gott sem var augljós kaldhæðni.
Emery var léttur og svaraði þessum stuðningsmanni með miðjufingrinum er hann áritaði fyrir fólk eftir 2-1 sigur.
I love Unai Emery. What a man. pic.twitter.com/xr9JNgkCwK
— HLTCO (@HLTCO) July 31, 2022