fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Guðjón Pétur færir sig niður um deild og er mættur til Grindavíkur

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 08:13

Guðjón Pétur Lýðsson Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Pétur Lýðsson er genginn í raðir Grindavíkur frá ÍBV. Þetta var staðfest skömmu fyrir lok félagaskiptagluggans í gær.

Miðjumaðurinn gerir samning út næstu leiktíð. Hann var úti í kuldanum fyrr á þessari leiktíð í kjölfar rifrildis við Hermann Hreiðarsson, þjálfara ÍBV. Síðan hefur hann þó aftur komið inn í hópinn.

Guðjón Pétur kom til ÍBV frá Breiðabliki í fyrra. Hann hafði verið á láni hjá Stjörnunni tímabilið áður.

Þessi 34 ára gamli leikmaður á að baki langan meistaraflokksferil. Hann varð til að mynda Íslandsmeistari með Val 2017 og 2018.

Grindavík er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar með 17 stig, ellefu stigum á eftir öðru sæti en níu stigum fyrir ofan fallsæti.

Liðið tekur á móti Þór klukkan 18 í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið