Fylkismenn unnu í kvöld sterkan 2-0 útisigur á Fjölni er liðin mættust í Grafarvoginum við rennblautar aðstæður í Lengjudeildinni í kvöld.
Það var Daninn Mathias Laursen sem skoraði bæði mörk gestana í kvöld. Hann kom Fylki yfir með marki á 40. mínútu og tvöfaldaði síðan forystuna með marki á 52. mínútu.
Með sigrinum tyllir Fylkir sér á topp deildarinnar með 30 stig, tveimur stigum meira en HK sem á leik til góða.
HK tekur á móti Gróttu í Kórnum annað kvöld í afar forvitnilegum slag, með sigri getur HK komið sér aftur í toppsætið.