Andri Lucas Guðjohnsen, landsliðsmaður, er á leið til sænska félagsins Norrköping.
Þetta herma heimildir sænska blaðsins Expreessen er Andri er á förum frá Real Madrid á Spáni.
Um er að ræða tæplega 20 ára gamlan leikmann sem hefur skorað tvö landsliðsmörk í níu leikjum.
Framherjinn hefur leikið með Real undanfarin fjögur ár og spilað þar með varaliði félagsins en var áður hjá Espanyol.
Andri mun gera fjögurra ára samning við Norrköping en hann á eftir að gangast undir læknisskoðun.
Tveir Íslendingar eru þar nú þegar eða Ari Freyr Skúlason og Jóhannes Kristinn Bjarnason sem er á hluti af varaliðinu.