Það er möguleiki á að Matthijs de Ligt mæti ekki til Englands eftir allt saman en hann hefur mikið verið orðaður við brottför þangað í sumar.
Chelsea hefur helst verið orðað við leikmanninn og þá er Manchester United einnig nefnt til sögunnar.
De Ligt er 22 ára gamall varnarmaður en hann spilar með Juventus og er fáanlegur fyrir rétt verð.
Samkvæmt Bild í Þýskalandi gæti De Ligt nú verið á leið til Þýskalands til að spila fyrir risalið Bayern Munchen.
Bild segir að Bayern sé búið að ræða við umboðsmann De Ligt og að hann sé hrifinn af verkefninu sem er í gangi á Allianz Arena og vill frekar fara þangað.