Lars Lagerback verður hluti af sérfræðingateymi Viaplay yfir landsleik Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á morgun.
Lagerback var hugmyndasmiðurinn á bak við íslenska landsliðið sem fór á Evrópumótið 2016 og Heimsmeistaramótið 2018.
Lagerback verður með Rúriki Gíslasyni í settinu hjá Viaplay en útsending hefst klukkan 18:00 á morgun.
Búast má við áhugaverðum hugmyndum Lagerback um stöðu liðsins sem situr undir mikilli gagnrýni.
Lars Lagerbäck fyrrum landsliðsþjálfari hefur þegið boð okkar um að vera í setti á morgun fyrir og eftir leik gegn Ísrael.
Verðum í beinni frá klukkan 18:00 á morgun. pic.twitter.com/LZ69CZ6Z8J— Viaplay Sport IS (@ViaplaySportIS) June 12, 2022