Þýskalandsmeistarar Bayern Munich vilja fá Sadio Mane, sóknarmann Liverpool, í sínar raðir í sumar. Sky Germany segir frá.
Mane verður samningslaus á næsta ári og samningaviðræður við Liverpool hafa gengið erfiðlega að undanförnu. Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern hitti umboðsmann Mane um síðustu helgi en félögin hafa annars ekkert verið í samskiptum.
Senegalinn hefur skorað 21 mark í 47 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum á leiktíðinni en hann gekk til liðs við félagið árið 2016.
Þegar Hasan Salihamidzic var spurður eftir 2-2 jafntefli gegn Stuttgart hvort Bayern ætlaði að kaupa stórstjörnur í sumar sagði hann: „Láttu koma þér á óvart. Við verðum að skoða hvað er í boði og hvað ekki. Við erum með skapandi hugmyndir.“