Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er í þann mund að ljúka við sín fyrstu kaup í janúarglugganum í ár.
Svíinn Dejan Kulusevski er á leið til Lundúna frá Juventus og mun skrifa undir samning við Spurs í dag. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano á Twitter síðu sinni.
Dejan Kulusevski to Tottenham, here we go! He’ll fly to London today. Total agreement reached with Juventus ⚪️ #THFC
Deal will be around €40m plus add ons – including loan fee and buy clause that could become mandatory in case of UCL qualification/certain number of appearences. pic.twitter.com/HQi56zVbrw
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 30, 2022
Kulusevski er 21 árs gamall hægri vængmaður. Hann fæddist í Svíþjóð en hefur leikið á Ítalíu frá 16 ára aldri og gekk til liðs við Juventus árið 2020 frá Parma, en þar á undan lék hann með Atlanta.
Tottenham hefur verið gagnrýnt af eigin stuðningsmönnum fyrir að vera ekki nógu virkt á félagsskiptamarkaðnum en þetta eru yrðu fyrstu kaup liðsins í ár.
Fyrr í glugganum reyndi félagið að fá Adama Traore frá Úlfunum en hann samdi við uppeldisfélag sitt Barcelona í staðinn. Þá reyndi Lundúnarliðið við Luis Diaz, leikmann Porto, en Kólumbíumaðurinn er á leiðinni til Liverpool.