fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
433Sport

Tottenham að gera sín fyrstu kaup í glugganum

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 30. janúar 2022 10:26

Dejan Kulusevski. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er í þann mund að ljúka við sín fyrstu kaup í janúarglugganum í ár.

Svíinn Dejan Kulusevski er á leið til Lundúna frá Juventus og mun skrifa undir samning við Spurs í dag. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano á Twitter síðu sinni.

Kulusevski er 21 árs gamall hægri vængmaður. Hann fæddist í Svíþjóð en hefur leikið á Ítalíu frá 16 ára aldri og gekk til liðs við Juventus árið 2020 frá Parma, en þar á undan lék hann með Atlanta.

Tottenham hefur verið gagnrýnt af eigin stuðningsmönnum fyrir að vera ekki nógu virkt á félagsskiptamarkaðnum en þetta eru yrðu fyrstu kaup liðsins í ár.

Fyrr í glugganum reyndi félagið að fá Adama Traore frá Úlfunum en hann samdi við uppeldisfélag sitt Barcelona í staðinn. Þá reyndi Lundúnarliðið við Luis Diaz, leikmann Porto, en Kólumbíumaðurinn er á leiðinni til Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni

UEFA íhugar að gera aðra risastóra breytingu á Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skrifar aftur undir í London

Skrifar aftur undir í London
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“

Birgir lenti í ótrúlegri uppákomu í heimsókn sinni til Argentínu – „Mér fannst þetta galið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val

Þorsteinn aftur í Kópavoginn – Nú keyptur frá Val
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim

Hafnar því að hann hafi hafnað þeim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli

Kennir Ronaldo um að Rashford sé í rusli
433Sport
Í gær

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu

Bakslag í endurhæfingu Luke Shaw og hann getur ekki æft með liðinu
433Sport
Í gær

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu

Nokkur fjöldi af samstarfsfólki neitar að vinna með honum – Sjáðu subbuleg skilaboð sem hann sendi á samstarfskonu