Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands hefur á síðustu dögum og vikum fengið nokkrun fjölda fyrirspurna frá félögum á Norðurlöndum. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Heimir ákvað í sumar að láta af störfum hjá Al-Arabi í Katar þar sem hann hafði starfað í tvö ár. Heimir hætti með íslenska landsliðið sumarið 2018 og nokkrum mánuðum síðar tók hann við Al-Arabi.
Á síðustu mánuðum hefur Heimir fengið bæði tilboð og fyrirspurnir en ekki tekið neinu og viljað vanda val sitt. Samkvæmt heimildum 433.is hefur Heimir átt viðræður og samtal við Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu vikum.
Mjallby er án þjálfara og hugnast það að ráða íslenska þjálfarann í starfið. Liðið endaði í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Ekki er þó öruggt að þessi öflugi þjálfari taki við Mjallby.
Fleiri félög á Norðurlöndum hafa rætt við Heimi og hans fólk á síðustu vikum.
Samkvæmt heimildum 433.is skoðar Heimi þá kosti sem eru í boði. Hann hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við lið í Bandaríkjunum, Tyrklandi, Rússlandi og Sviss en auk þess hefur nafn hans komist til umræðu þegar rætt er um þjálfara með Arnari Viðarssyni hjá íslenska landsliðinu.