fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
433Sport

Margar fyrirspurnir á borði Heimis Hallgrímssonar og Mjallby vill fá hann til starfa

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. desember 2021 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands hefur á síðustu dögum og vikum fengið nokkrun fjölda fyrirspurna frá félögum á Norðurlöndum. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Heimir ákvað í sumar að láta af störfum hjá Al-Arabi í Katar þar sem hann hafði starfað í tvö ár. Heimir hætti með íslenska landsliðið sumarið 2018 og nokkrum mánuðum síðar tók hann við Al-Arabi.

Á síðustu mánuðum hefur Heimir fengið bæði tilboð og fyrirspurnir en ekki tekið neinu og viljað vanda val sitt. Samkvæmt heimildum 433.is hefur Heimir átt viðræður og samtal við Mjallby í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu vikum.

Mjallby er án þjálfara og hugnast það að ráða íslenska þjálfarann í starfið. Liðið endaði í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Ekki er þó öruggt að þessi öflugi þjálfari taki við Mjallby.

Fleiri félög á Norðurlöndum hafa rætt við Heimi og hans fólk á síðustu vikum.

Samkvæmt heimildum 433.is skoðar Heimi þá kosti sem eru í boði. Hann hefur á undanförnum mánuðum verið orðaður við lið í Bandaríkjunum, Tyrklandi, Rússlandi og Sviss en auk þess hefur nafn hans komist til umræðu þegar rætt er um þjálfara með Arnari Viðarssyni hjá íslenska landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“

Björn Þór um auglýsingarnar sem hafa slegið í gegn: „Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Spekingar spá í spilin fyrir þá Bestu og mikilvægir leikir hjá landsliðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma

Þarf að verða einn launahæsti leikmaður Arsenal ef hann á að koma
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“

Hótanir ungra manna komnar á borð lögreglu – „Ég óttaðist um líf mitt“