Árangur Sherrock hefur vakið mikla athygli á undanförnum misserum og hún virðist sífellt vera að bæta sig og velgir körlunum svo sannarlega undir uggum. Hún lenti 2-0 undir í viðureigninni við Suljovic í gærkvöldi en þá hrökk hún í gang og fljótlega var staðan orðin 3-2 henni í vil. Þá var tekið smá hlé og eftir það hélt Sherrock uppteknum hætti og var mun betri en Suljovic. Leikurinn endaði 10-5 og mætir Sherrock Skotanum Peter Wright, fyrrum heimsmeistara, í átta manna úrslitum á laugardaginn.
Þetta er í annað sinn sem Sherrock slær Suljovic, sem hefur verið meðal bestu pílukastara heimsins árum saman, út á stórmóti. Síðast gerðist það í þriðju umferð heimsmeistaramótsins 2019.
👑 𝗔𝗡𝗢𝗧𝗛𝗘𝗥 𝗦𝗟𝗜𝗖𝗘 𝗢𝗙 𝗛𝗜𝗦𝗧𝗢𝗥𝗬 👑
Fallon Sherrock sets up a quarter-final clash with Peter Wright as she becomes the first woman to ever reach the last eight of a PDC televised ranking event!
𝙏𝙧𝙖𝙞𝙡𝙗𝙡𝙖𝙯𝙚𝙧. pic.twitter.com/k9xpgOMfji
— PDC Darts (@OfficialPDC) November 18, 2021