Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu. Markvörðurinn Allison var hetjan.
Liverpool var betri aðilinn í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það tóku heimamenn forystuna eftir stundarfjórðung þegar Hal Robson-Kanu skoraði eftir frábæra sendingu Matheus Pereira inn fyrir vörn Liverpool.
Mohamed Salah jafnaði á 33. mínútu. Hann skoraði þá með flottu skoti fyrir utan teig. Staðan í hálfleik var 1-1.
Liverpool leitaði að sigurmarkinu í seinni hálfleik og þeir fundu það á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þar var á ferðinni enginn annar en markvörðurinn Alisson! Hann stangaði inn hornspyrnu Trent Alexander-Arnold.
Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 63 stig, stigi á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti. Tvær umferðir eru eftir. WBA er í næstsíðasta sæti. Fall þeirra niður í Championship-deildina var staðfest um síðustu helgi.