Stuðningsmenn Liverpool vildu sjá Federico Fernandez, varnarmann Newcastle, fá rautt spjald í leik liðanna í dag. Þá fór leikmaðurinn með olnbogann í andlit Diogo Jota.
Leiknum leik 1-1. Mo Salah kom Liverpool yfir snemma leiks en Joe Willock jafnaði í uppbótartíma fyrir Newcastle. Leikmenn Liverpool geta nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki klárað leikinn. Þeir fengu mörg færi til þess.
Eftir um klukkustund átti atvikið milli Fernandez og Jota sér stað. Mynd af því má sjá hér: