Wolves tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri West Ham en leikið var á Molineux, heimavelli Wolves.
Jesse Lingard, kom West Ham yfir með marki á 6. mínútu eftir stoðsendingu frá Vladimir Coufal.
Tæpum átta mínútum síðar tvöfaldaði Pablo Fornals, forystu West Ham með marki eftir stoðsendingu frá Arthur Masuaku.
Jarrod Bowen bætti síðan við þriðja marki West Ham á 38. mínútu áður en að Leander Dendoncker minnkaði muninn fyrir Wolves, staðan í hálfleik því 3-1 fyrir West Ham.
Fábio Silva skoraði annað mark Wolves á 68. mínútu eftir stoðsendingu frá Pedro Neto en nær komust heimamenn ekki.
Leiknum lauk með 3-2 sigri West Ham sem komst með honum upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er með 52 stig eftir 30 leiki, einu stigi meira en Chelsea sem situr í 5. sæti.
Wolves er í 14. sæti með 35 stig.