Það varð uppi fótur og fit í leik Portúgal og Serbíu í undankeppni HM í gær.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en í uppbótartíma virtist Cristiano Ronaldo hafa skorað sigurmark Portúgal er hann kom boltanum yfir marklínuna.
Varnarmaður Serbíu reyndi að koma í veg fyrir markið og kom boltanum frá og þrátt fyrir að boltinn hafi farið yfir línuna dæmdu dómari leiksins, Danny Makkelie og hans aðstoðarmenn ekki mark.
Ekki er notast við marklínutækni í keppninni og því stóð markið ekki.
Ronaldo reiddist skiljanlega í kjölfarið og lét aðstoðardómarann heyra það.
Fernando Santos, þjálfari Portúgal segir að dómari leiksins hafi komið til sín eftir leik og beðist afsökunar.
„Við skoruðum mark sem stóð ekki þrátt fyrir að boltinn hafi farið yfir marklínuna. Í leik á þessu gæðastigi á þetta ekki að gerast.“
„Dómarinn bað mig afsökunar og sagði mér að hann skammaðist sín fyrir þetta. Hann sagði mér á vellinum rétt eftir að leik lauk að hann ætlaði að skoða upptöku af þessu og ef hann hefði gert mistök þá ætlaði hann að biðja mig afsökunar,“ sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgal við RTP.
The reason Cristiano Ronaldo was so angry 👀 pic.twitter.com/8Wua9iNRSx
— ESPN FC (@ESPNFC) March 28, 2021