Íslenska u-21 árs landsliðði mætir í dag Dönum í sínum öðrum leik á Evrópumóti u-21 árs landsliða sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana.
Ísland tapaði nokkuð sannfærandi fyrir Rússland á dögunum og ekki tekur við léttara verkefni í dag þegar um sannkallaðan nágrannaslag er að ræða.
Davíð Snorri gerir þrjár breytingar á liði sínu fyrir leik dagsins. Meðal annars kemur Mikael Neville Anderson, leikmaður danska liðsins Midtjylland inn í byrjunarlið Íslands.
Ísak Óli Ólafsson fær síðan tækifæri á kostnað Róberts Orra og þá kemur Kolbeinn Birgir Finnsson inn fyrir Kolbein Þórðarson.
Byrjunarlið U21 karla fyrir leikinn gegn Danmörku!
Our starting lineup for the game against Denmark!#fyririsland pic.twitter.com/1rZ9Rec5NN
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 28, 2021