Íslenska u-21 árs landsliðið hóf leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í kvöld gegn Rússlandi. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum sem endaði með 4-1 sigri Rússlands.
Hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum.
Patrik Sigurður Gunnarsson – 6
Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi fengið á sig fjögur mörk þá fannst mér Patrik heilt yfir standa sig vel í leiknum. Gerði vel í nokkur skipti er hann sópaði upp sóknarfæri Rússa og var vel með á nótunum.
Alex Þór Hauksson – 5
Átti eins og margir erfitt með að komast í takt við leikinn og hafði úr litlu að moða.
Stefán Teitur Þórðarson – 5
Hafði úr litlu að moða í leiknum og átti í erfiðleikum með að koma sér í takt við hann.
Ísak Bergmann Jóhannesson – 5
Hafði hægt um sig í dag og átti erfitt uppdráttar á miðjunni.
Jón Dagur Þorsteinsson – 6
Átti fína spretti en átti eins og flest allir í íslenska liðinu, erfitt uppdráttar
Hörður Ingi Gunnarsson – 5
Varnarleikur íslenska liðsins var ekki góður í leiknum, Hörður gerði ekki mikið og á hlut í aðdraganda vítaspyrnunnar sem Rússarnir fengu
Sveinn Aron Guðjohnsen – 7
Reyndi hvað hann gat að gera vel úr því sem hann fékk að moða, lét finna fyrir sér og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu.
Willum Þór Willumsson – 6
Var lítið í boltanum á köflum en gerði frábærlega í aðdraganda marksins hjá Sveini Aroni
Róbert Orri Þorkelsson – 3
Braut á leikmanni Rússlands innan teigs, vítaspyrna sem kom Rússum á bragðið. Varnarleikur íslenska liðsins var undir pari í dag.
Kolbeinn Þórðarson – 5
Hikandi og virkaði nokkuð óöruggur á mig.
Ari Leifsson – 4
Hluti af miðvarðarpari Íslands í leiknum. Frammistaða þess ekki nógu góð og bendi á þriðja mark Rússa því til sönnunar.
Mikael Neville Anderson – 6
Kom inn á 66. mínútu en hafði lítil áhrif á leikinn.