fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
433Sport

Einkunnir úr slæmu tapi Íslands gegn Rússlandi

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 19:00

Jón Dagur í leik með Íslandi í fyrra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið hóf leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í kvöld gegn Rússlandi. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í leiknum sem endaði með 4-1 sigri Rússlands.
Hér verður farið yfir frammistöðu leikmanna Íslands í leiknum.
Patrik Sigurður Gunnarsson – 6 
Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi fengið á sig fjögur mörk þá fannst mér Patrik heilt yfir standa sig vel í leiknum. Gerði vel í nokkur skipti er hann sópaði upp sóknarfæri Rússa og var vel með á nótunum.
Alex Þór Hauksson – 5 
Átti eins og margir erfitt með að komast í takt við leikinn og hafði úr litlu að moða.
Stefán Teitur Þórðarson – 5 
Hafði úr litlu að moða í leiknum og átti í erfiðleikum með að koma sér í takt við hann.
Ísak Bergmann Jóhannesson – 5 
Hafði hægt um sig í dag og átti erfitt uppdráttar á miðjunni.
Jón Dagur Þorsteinsson – 6 
Átti fína spretti en átti eins og flest allir í íslenska liðinu, erfitt uppdráttar
Hörður Ingi Gunnarsson – 5
Varnarleikur íslenska liðsins var ekki góður í leiknum, Hörður gerði ekki mikið og á hlut í aðdraganda vítaspyrnunnar sem Rússarnir fengu
Sveinn Aron Guðjohnsen – 7 
Reyndi hvað hann gat að gera vel úr því sem hann fékk að moða, lét finna fyrir sér og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu.
Willum Þór Willumsson – 6
Var lítið í boltanum á köflum en gerði frábærlega í aðdraganda marksins hjá Sveini Aroni
Róbert Orri Þorkelsson – 3 
Braut á leikmanni Rússlands innan teigs, vítaspyrna sem kom Rússum á bragðið. Varnarleikur íslenska liðsins var undir pari í dag.
Kolbeinn Þórðarson – 5 
Hikandi og virkaði nokkuð óöruggur á mig.
Ari Leifsson – 4 
Hluti af miðvarðarpari Íslands í leiknum. Frammistaða þess ekki nógu góð og bendi á þriðja mark Rússa því til sönnunar.
Mikael Neville Anderson – 6 
Kom inn á 66. mínútu en hafði lítil áhrif á leikinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Flamengo vill fá leikmann Arsenal

Flamengo vill fá leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cunha framlengir við Wolves

Cunha framlengir við Wolves
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall

Dýrastur í sögu félagsins 35 ára gamall
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina

Fær 330 þúsund krónur á hverjum klukkutíma eftir undirskriftina
433Sport
Í gær

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho

Senda inn fyrirspurn vegna Garnacho
433Sport
Í gær

Eru að landa Marcus Rashford

Eru að landa Marcus Rashford
433Sport
Í gær

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag

Vandræði innan herbúða Liverpool – Virkilega ósáttur með að hafa ekki fengið að ræða við annað félag
433Sport
Í gær

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum

Segir ákveðna „sturlun“ hafa ríkt í Vesturbænum