Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa er vinsæll maður um þessar mundir eftir frábærar frammistöður með liðinu. Hann er þó ekki bara eftirsóttur af öðrum knattspyrnuliðum sem vilja fá leikmanninn til liðs við sig.
Íþróttavörumerki á borð við Nike og Adidas meðal annars, berjast nú um að gera Grealish að andliti vörumerkisins.
Grealish hefur verið einn heitasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð og hefur vakið verðskuldaða athygli sem virðist vera að opna ýmsar dyr fyrir hann.
Leikmaðurinn er um þessar mundir samningsbundinn Nike en samningurinn er kominn á sitt síðasta ár og Nike, Adidas, Puma og Under Armour eru öll farin að bjóða leikmanninum samning.
Grealish hefur verið orðaður við ensku félögin Manchester City og Manchester United og spurning hvort hann ákveði að taka næsta skref á ferlinum eða halda tryggð við Aston Villa eins og hann hefur gert hingað til.