Þann 17. mars árið 2012 hneig Fabrice Muamba, þáverandi leikmaður Bolton, niður í leik gegn Tottenham Hotspur í FA-bikarnum. Hann hafði fengið hjartaáfall og var hjarta hans stopp í 78 mínútur þangað til það byrjaði loks að slá.
Í dag, níu árum eftir slysið, ræddi hann við einn fimm læknana sem björguðu lífi hans, Dr. Jonathan Tobin, á Zoom. Þeir rifja upp atvikið og segir Tobin hvað hann var að hugsa þegar þeir voru að byrja endurlífganir.
„Ég hélt þú myndir aldrei vakna aftur. Við héldum það allir. Þegar við hófum endurlífgunartilraunir heyrðum við enn í aðdáendum að kalla nafnið þitt. Þetta var ein af súrealískustu stundum lífs míns,“ segir Tobin en þegar Muamba spyr hann hvort hann hefði haldið að hann myndi vakna tveimur dögum seinna þá sagðist hann ekki hafa átt neina von á því.
“You know more than me, truth be told, I should be gone by now.” 😔
It’s 9 years to the day since @fmuamba6 was ‘dead for 78 minutes’ after collapsing on the pitch at White Hart Lane.
He remembers that fateful night with the doctor who helped save his life. The miracle man 🙏 pic.twitter.com/e6ymyvlXit
— SPORTbible (@sportbible) March 17, 2021
Muamba lifði þetta af á ótrúlegan hátt og er enn við fulla heilsu. Hann þurfti þó að leggja skóna á hilluna nokkrum mánuðum seinna að læknisráði en hann hefur aldrei spilað atvinnufótbolta eftir þetta.
48 mínútum eftir að hjartað fór í stopp var hann kominn á spítala og tók það 30 mínútur að koma hjartanu aftur af stað á spítalanum. Muamba starfar í dag sem þjálfari hjá U-16 liði Rochdale.