Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Fulham en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool.
Anfield hefur oftar en ekki reynst Liverpool vel. Völlurinn hefur verið algjört virki og erfitt fyrir andstæðinga Liverpool að ná sigri þar. Raunin hefur hins vegar verið önnur upp á síðkastið.
Tapið í dag gegn Fulham var sjötta tap Liverpool í röð á Anfield. Þetta er í fyrsta skipti síðan tímabilið 1953-54 sem Liverpool tapar sex leikjum í röð á heimavelli.
Liverpool er eftir leikinn í 7. sæti deildarinnar með 43 stig. Fulham situr í 18. sæti með 26 stig og er með jafnmörg stig og Brighton sem er í síðasta örugga sætinu í deildinni.
6 – Liverpool have lost each of their last six home games in the Premier League – the first season they’ve suffered six home league defeats since 1953-54 (6) when they finished bottom, and also the last campaign in which they were relegated. Bombshell. pic.twitter.com/A5E5aMruX3
— OptaJoe (@OptaJoe) March 7, 2021