Roy Keane var einn spekinga Sky Sports fyrir leik Tottenham og Burnley í dag. Hann náði að koma sér í heiftarlegt rifrildi við Jaime Redknapp, fyrrum leikmann Tottenham og Liverpool, sem var á vellinum fyrir hönd stöðvarinnar.
Tottenham sat fyrir leikinn í níunda sæti deildarinnar og sagði Keane að honum finnist það eðlilegt og að liðið ætti ekki að vera mikið ofar en það á töflunni. Þeir væru bara ekki með nægilega góðan hóp. Þá svoleiðis fauk í Redknapp og lét hann Keane heyra það. Þeir skiptust á nokkrum orðum en flest þeirra voru sögð á sama tíma því þeir tala mikið ofan í hvorn annan. Útkoman er sprenghlægileg og sjón er sögu ríkari í þessu máli.
Roy Keane v Jamie Redknapp 🍿
Things have got heated already on Super Sunday as the pair argue over Tottenham’s form and hopes going forward.
📺 Watch live now on Sky Sports PLpic.twitter.com/NH8agUdJM2
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 28, 2021