fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
433Sport

Arsenal með útisigur – Lundúnarliðin gerðu jafntefli

Bjarki Sigurðsson
Sunnudaginn 28. febrúar 2021 14:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fulham mætti Crystal Palace á Selhurst Park, heimavelli Palace-manna. Fulham voru mun sterkari en náðu ekki að koma boltanum í netið og leiknum lauk með steindauðu 0-0 jafntefli. Fulham er nú þremur stigum frá öruggu sæti en Crystal Palace sitja í þrettánda sæti deildarinnar.

Arsenal mættu í heimsókn á King Power Stadium til Leicester. Leicester skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Youri Tielemans kom boltanum framhjá Bernd Leno í marki Arsenal. Það var síðan David Luiz sem jafnaði metin fyrir Arsenal þegar hann skallaði aukaspyrnu brasilíumannsins Willian í netið. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk Wilfred Ndidi síðan skot Nicolas Pepe í hendina innan teigs og vítaspyrna dæmd. Franski framherjinn Alexander Lacazette skoraði úr vítaspyrnunni og kom Arsenal yfir. Þeir leiddu því 2-1 í hálfleik. Á 53. skoraði svo Nicolas Pepe þriðja mark Arsenal og gulltryggði með því sigur þeirra. Ekki voru mörkin fleiri og 3-1 sigur Arsenal staðreynd.

Með sigrinum lyftu Arsenal sér upp í níunda sæti deildarinnar en Leicester tapaði mikilvægum stigum í meistaradeildarsætisbaráttu sinni en munu halda þriðja sætinu að minnsta kosti út þessa umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg

Segir að endurkoma Gerrard sé vel möguleg
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð

Glöggir tóku eftir þessari mjög áhugaverðu breytingu á skrifstofu Trump – Telja að hann gæti verið að senda skilaboð
433Sport
Í gær

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur

Nánast útilokað að Rashford klæðist treyju United aftur
433Sport
Í gær

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi

Conte pirraður út í forráðamenn Napoli sem keyptu ekki þá sem hann vildi
433Sport
Í gær

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn

Þetta voru tíu dýrustu kaupin í janúar – City borgaði 32 milljarða fyrir fjóra leikmenn
433Sport
Í gær

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“

Tvö íslensk félög sett í bann af FIFA í síðustu viku – „Ég veit ekki meira um málið í dag“