Manchester City og West Ham United eigast við í fyrsta leik 26. umferðar Ensku úrvarlsdeildarinnar í dag.
Staðan er 1-0 eftir tæplega 40 mínútna leik en það var miðvörðurinn Ruben Dias sem kom Manchester City yfir með þessu afar laglega skallamarki. Miðvörðurinn er búinn að vera frábær síðan hann gekk til liðs við City í sumarglugganum en þetta var hans fyrsta mark fyrir félagið í deildinni.
Markið má sjá hér.