Breiðablik og Fylkir mættust í dag í Fífunni í A-deild Lengjubikar kvenna. Bæði lið höfðu sigrað fyrsta leik sinn í riðlinum.
Fyrsta markið kom á 76. mínútu leiksins þegar Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði fyrir Fylkiskonur og tvöfaldaði hún forystu þeirra fjórum mínútum seinna með marki úr vítaspyrnu. Fylkiskonur voru því tveimur mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.
Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka minnkaði Vigdís Edda Friðriksdóttir muninn og á 90. mínútu jafnaði Karitas Tómasdóttir leikinn. Liðin deildu því stigunum í dag.