Sergio Kun Aguero, framherji Manchester City er eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu. Samningur hans við Manchester City rennur út í sumar.
Aguero er 32 ára og hefur verið hjá Manchester City síðan árið 2011 er hann gekk til liðs við félagið frá spænska liðinu Atletico Madrid.
Fregnir hafa borist af því að hann hafi nú þegar átt samræður við forráðamenn Barcelona og Atletico Madrid en hann vekur einnig áhuga liða í ítölsku úrvalsdeildinni.
Aguero hefur ekki verið í byrjunarliði Manchester City undanfarna fjóra mánuði vegna meiðsla en hann hefur þó áður sannað sig sem mikinn markaskorara. Hann hefur skorað 256 mörk í 379 leikjum með Manchester City og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.
Þó svo að samingur hans við Manchester City hafi ekki verið framlengdur til þessa er þó talið að Aguero vilji vera áfram í Manchesterborg. Hann er fyrir löngu búinn að skrá sig í sögubækur félagsins.