Fulltrúar knattspyrnufélaga í ensku úrvalsdeildinni eiga á föstudaginn fund með fulltrúum Evrópska knattspyrnusambandsins (UEFA).
Umræðuefni fundarins eru tillögur um breytt keppnisfyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu sem gæti leitt til þess að fleiri lið úr ensku úrvalsdeildinni myndu keppa í lokakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Heimildir The Athletic herma að UEFA sé með áætlanir um að fjölga liðum í Meistaradeild Evrópu á næstu árum. Deildin samanstæði þá af 36 liðum sem kepptu í deild í stað 32 liða sem kepptu í riðlum.
Það er ekki tryggt að fyrirkomulagið tryggi ensku úrvalsdeildinni fleiri sæti í deildinni en það verður möguleiki á að sætum deildarinnar fjölgi úr fjórum í sex.
UEFA hefur kynnt hagsmunaaðilum Meistaradeildar Evrópu þessi áform sín og breytingarnar gætu tekið gildi tímabilið 2024-25 ef þær verða samþykktar. Talið er að breytt keppnisfyrirkomulag séu tilraunir UEFA til að koma í veg fyrir svokallaða Ofurdeild sem hefur verið á teikniborðinu.